NOHrD Slimbeam kaplavél

299.995 kr.329.995 kr.

  • Vönduð trissuvél frá NOHrD
  • Hægt að fá í mismunandi viðartegundum
  • Hægt að stilla hæð á úrtökunum
  • Hljóðlátur lóðabunki (gúmmíhúðaðar lóðalplötur)
  • 3:1 kaplar, mjúkar hreyfingar
  • Áföst upphífistöng
  • Fjöldi aukahluta í boði
  • Framleitt í Þýskalandi
  • Ath. þarf að festa við vegg
Askur
Askur
Eik
Eik
Hnota
Hnota

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | STÓR PAKKI

Slimbeam trissuvélin frá NOHrD er án efa flottasta trissuvél sem að við höfum boðið upp á. Vélin er hönnuð og framleidd í Þýskalandi þar sem áhersla er lögð á gæði og praktík í notkun. Trissuvélin tekur ekki mikið gólfpláss en æfingamöguleikarnir eru miklir sem að gerir vélina frábæra inn í æfingaherbergið þar sem að hver fermeter telur.

Úrtökin á vélinni er hægt að stilla á hæðina og þau færast frjálst til hliðanna sem að eykur verulega á æfingamöguleika. Fjöldi aukahluta er í boði en festingarnar frá úrtökunum er hægt að festa í ýmsar gerðir handfanga. Með þessum sveigjanleika getur þú gert æfingar sem að reyna á alla helstu vöðvahópa líkamans.

Lóðabunkinn í vélinni er úthugsaður en lóðaplöturnar sjálfar eru gúmmíhúðaðar sem að minnkar hávaða eins og mögulegt er. Í heildina eru 14 plötur, hver þeirra 5kg svo að þú getur stillt þyngdina eftir því hvaða æfingu þú ert að gera. Kaplarnir í vélinni eru 3:1 sem að þýðir í raun að lóðabunkinn hreyfist minna en vegalengdin sem þú togar út handfangið. Þetta gerir tvennt af verkum, snöggar hreyfingar verða mýkri og þú getur togað handföngin lengra (allt að 8 metra) út frá vélinni.

Ef að þú hefur áhuga á að skoða svona vél í öðrum við/lit en við sýnum hér þá getur þú haft samband við okkur í síma 568-1717 og við fundið út úr því.