Description
Stillanlega handgripið frá Wondercore er einföld græja sem að leyfir þér æfa grip og framhandleggi án þess að gera þér ferð í æfingastöðina. Handgripið er stillanlegt og hægt að stilla átak frá 5kg upp í 20kg. Þessi handgrip eru afar vinsæl hjá þeim sem eru í sjúkraþjálfun, t.d. að jafna sig eftir aðgerð eða slys.
Handgripið er með þéttu gúmmí gripi og afar auðvelt er að stilla það með litlu hjóli á hlið gripsins. Það góða við handgripið er að þú getur tekið það með þér nánast hvert sem er og jafnframt tekið á því nánast hvar sem er.