Description
Blandaðu saman styrktarþjálfun og þoli með því að virkja fjölda vöðvahópa í skemmtilegum en krefjandi æfingum með TRX Ybell.
Ybell sameinar ketilbjöllur og handlóð á sniðugan hátt ásamt því að nýtast einstaklega vel sem t.d. armbeygju/dýfustandar.
Ketilbjöllur eru snilldar viðbót við æfingahringinn en með bjöllunum er hægt að gera fjölda æfinga, allt frá einföldum æfingum eins og hnébeygjum upp í flóknar og tæknilegar hreyfingar eins og snaranir. Bjöllur eru að sjálfsögðu afbragðsgóðar í bóndagöngu og satt að segja eru fá æfingatæki sem að er hægt að nýta í jafn fjölbreyttar æfingar.
TRX Ybell eru seldar stakar svo ef þú vilt panta par þá skalt þú setja 2 í “magn”.