Description
Dyrafestingin frá TRX er skyldueign fyrir þá sem eiga trx strappa. Hurðafestingin er lítil og létt svo að hún smellpassar í ferðatösku ásamt TRX bandinu. Með festingunni getur þú tekið æfingu jafnt á hótelinu sem og heima fyrir. Púðinn sjálfur er vel fóðraður svo að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að skemma hurðina. Í nýjustu útgáfum af TRX fylgir nánast alltaf með hurðafesting svo ef þú ert að panta nýtt band þá skaltu athuga hvort það sé ekki örugglega í pakkanum.