Description
Rogue Echo V3 hjólið er hrikalega öflugur gripur sem er hannaður með íþróttafólk í huga. Hjólið er búið til úr heavy-duty stáli og þarfnast mun minna viðhalds en hefðbundin lofthjól.
Hjólið vegur um 55kg og er því mjög stöðugt, meira að segja í kraftmiklum sprettum. V3 útgáfan er með nýjasta LCD skjánum sem hefur Bluetooth/ANT+ tengimöguleika (ásamt því að sýna vegalengd, kaloríur, wött og fleira).
Rogue Echo V3 hjólið er búið drifbelti í stað keðju en beltin eru mun hljóðlátari og þarfnast mun minna viðhalds. Hægt er að stilla sæti upp/niður og fram/aftur og allar stillingar eru mjög þægilegar svo að notendur geta verið snöggir að svissa.
Mál og helstu upplýsingar:
- Þyngd tækis: 55kg
- Hámarksþyngd notanda: 150kg
- Lengd: 140cm
- Breidd: 75cm
- Hæð: 133cm
- Þvermál handfanga: 3,8cm
- Skjár gengur fyrir 4 AA rafhlöðum