Description
Dýnuhankarnir frá Mad group eru sniðug lausn fyrir þá sem þurfa að geyma smá slatta af dýnum og mega missa smá veggpláss. Hankarnir sjálfir eru á festingu sem hægt er að stilla en möguleg breidd (frá miðju hanka til miðju hanka) er 36-51cm. Á hankana kemur þú allt að 12x 10mm dýnum, hankarnir eru tæplega 1cm í þvermál svo götin á dýnunum þurfa að vera amk 1cm.