Description
FitCo nuddrúllan hjálpar þér að auka blóðflæði og losa um vefi í kringum æfingar og yfir daginn. Þú getur unnið í hnútum, náð þér fyrr og aukið liðleika með hjálp nuddrúllunar. Mjúka nuddrúllan er búin til úr EVA frauði sem að gefur meira eftir en svarta EPP frauðið.
Nuddrúllan er sniðug bæði sem upphitunartæki þar sem þú rúllar yfir lykil vöðvahópa og eykur þannig blóðflæði og sem öflug græja til vefjalosunar þar sem þú tekur á erfiðum hnútum og losar þannig spennu. Þar sem rúllan er búin til úr frauði þá er hún afar létt og ef þú hefur pláss þá er auðvelt að taka hana með þér í ferðalagið.