Description
20kg handlóðasettið frá York Fitness hefur verið ein söluhæsta vara okkar í fjölda ára. Handlóðasettið er afar auðvelt í notkun en í því eru tvær handlóðastangir, lóðaplötusett og svo spinlock festingar sem tryggja að lóðin haldist á sínum stað. Hægt er að raða upp lóðaplötum eftir þörfum en hámarksþyngd í hvora hönd er 10kg (með lóðunum sem fylgja með í settinu).
Handlóðastangirnar eru með fínskorin handföng sem að tryggja að grip sé gott. Lóðaplöturnar sitja á skrúfgangi sem að spinlock festingarnar skrúfast svo upp á. Spinlock festingarnar eru með gúmmirönd sem að tryggir að lóðaplöturnar haldist á sínum stað ásamt því að minnka hávaða.
Í 20kg handlóðasettinu eru:
- 2x Handlóðastangir
- 4x spinlock festingar
- 4x 2,5kg lóðaplötur
- 4x 1,25kg lóðaplötur
- 4x 0,5kg lóðaplötur
Alltaf er svo hægt að kaupa auka lóðaplötur ef 10kg í hvora hönd er of lítið. Stangirnar eru 25mm í þvermál. Handlóðasettið kemur í plastöskju sem hægt er að raða lóðum og stöngum í.